Anna Karen í þriðja sæti í unglingamótaröð GSÍ

Annar Karen lengst til hægri. Mynd: AÐSEND
Annar Karen lengst til hægri. Mynd: AÐSEND

Frábært veður var báða dagana sem unglingamótaröð GSÍ fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 17. – 18. júlí sl. Mikill vindur var þó fyrstu 13 holurnar seinni daginn, sem gerði keppnina mjög krefjandi og einnig var hitinn mikill á meðan keppni stóð, á milli 23-24 gráður.

Anna Karen Hjartardóttir í Golfklúbbi Skagafjarðar stóð sig vel á mótinu og endaði í þriðja sæti á 163 höggum. Það er nóg um að vera hjá Önnu í golfinu því næst fer hún suður að keppa með kvennaliðið GSS í efstu deild í Íslandsmóti golfklúbba sem fer fram dagana 22. – 24. júlí á tveimur völlum, Hlíðavelli og Korpuvelli.

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir