Antje mætt til að flytja hey til Noregs

MV Antje við Sauðárkrókshöfn. Mynd: PF.
MV Antje við Sauðárkrókshöfn. Mynd: PF.

Í gær hófst vinna við að skipa út heyi í flutningaskipið MV Antje sem liggur nú við Sauðárkrókshöfn. Heyið fer til Noregs en þar varð uppskerubrestur í sumar vegna þurrka eins og kunnugt er. Í þessari ferð er áætlað að flytja um 5000 heyrúllur og 15 gáma eða um 1000 stórbagga.

Að undanförnu hefur Ingólfur Helgason á Dýrfinnustöðum safnað heyi hjá fjölda skagfirskra bænda og tveimur úr Húnavatnssýslu. Hann segist eiga von á því að skipið komi a.m.k. tvisvar til Ísland aftur að sækja meira hey.

Antje er með stærstu skipum sem lagst hefur að bryggju á Sauðárkróki, um 130 metra langt og 7000 brúttótonn. Mynd: Kári Heiðar.Mynd: Kári Heiðar.

Hann segir að ágætlega gangi að koma heyinu í skipið en einhverjir byrjunarörðuleikar voru við að raða rúllunum í upphafi þar sem enginn í áhöfn hafi reynslu af heyflutningum. „Menn eru að æfa sig í að raða í skipið og mér sýndist þetta allt vera að koma um miðnættið í gær,“ segir Ingólfur og bætir við að þessi ferð segi mikið til um framhaldið.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir