Áramótatónleikar Karlakórsins Heimis

Mynd: Facebooksíðan Karlakórinn Heimir.
Mynd: Facebooksíðan Karlakórinn Heimir.

Karlakórinn Heimir heldur sína árlegu áramótatónleika í Miðgarði annað kvöld, laugardag 29. desember, klukkan 20:30 og bera tónleikarnir yfirskriftina Hátíð um áramót.

Efnisskráin verður fjölbreytt að vanda. Ræðumaður kvöldsins verður Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og flutt verða valin atriði úr söngleiknum Grease sem nemendafélag FNV setti upp nýverið.

Forsala aðgöngumiða er í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki og í verslun Olís í Varmahlíð. Einnig er hægt að senda einkaskilaboð á Facebooksíðu þeirra Heimismanna, Karlakórinn Heimir, og þar verða teknir frá miðar til klukkan 20 í kvöld. Miðaverð er 4.000 krónur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir