Árni Páll Gíslason bestur í verklegu

Árni Páll Gíslason frá Sauðárkróki hlaut sl. laugardag verðlaun fyrir bestan árangur í verklegum hluta sveinsprófs í rafvirkjun. En á laugardag voru afhent  Sveinsbréf í rafvirkjun til þeirra nýsveina sem luku sveinsprófi í rafvirkjun á Akureyri í febrúar s.l.  en alls voru 13 af þeim 55 nýsveinum afhent sveinsbréf við þetta tækifæri.
Árni útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra 25. maí 2007 og lauk sínum námsamningi hjá Tengli ehf. meistari hans þar var Haraldur Jón Arason.
Á meðfylgjandi mynd er Helgi Jónsson formaður Rafvirkjafélags Norðurlands að afhenda Árna verðlaun fyrir þennan árangur. Johan Rönning heildverslun veitti Árna einnig verðlaun fyrir frábæran árangur.
Feykir.is óskar Árna, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Tengli til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Fleiri fréttir