Aron Óli hitti Magna
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
29.10.2008
kl. 15.30
Það hljóp á snærið hjá Aroni Óla í gær þegar hann hitti megapopp- og rokkarann Magna Ásgeirsson.
Aron Óli var staddur ásamt mömmu sinni í Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem verið var að úthluta verkefnastyrkjum Menningaráðs Norðurlands vestra. Magni var þar að skemmta gestum ásamt Aldísi Fjólu systur sinni og tók vel í það að vera á mynd með Aroni Óla sérlegum aðdáenda sínum.