Ársfundur Byggðastofnunar haldinn á Siglufirði

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn á Siglufirði sl. fimmtudag, 11. apríl. Á fundinum flutti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, ávarp þar sem hann fjallaði meðal annars um samgöngumál, byggðaáætlun og nýtt Byggðamálaráð. Einnig tilkynnti hann um nýja stjórn Byggðastofnunar en nýr formaður stjórnar er Magnús B. Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri á Skagaströnd, sem tekur við af Illuga Gunnarssyni sem nú lætur af störfum eftir tveggja ára formennsku.

Auk Magnúsar sitja í stjórn Byggðastofnunar fyrir árið 2019-2020 þau Sigríður Jóhannesdóttir, Svalbarðshreppi, Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshreppi, Halldóra Kristín Hauksdóttir, Akureyri, Karl Björnsson, Reykjavík, María Hjálmarsdóttir, Eskifirði og Gunnar Þór Sigbjörnsson, Egilsstöðum.

Á fundinum fór Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri yfir starfsemi stofnunarinnar á liðnu starfsári. Í máli hans kom fram að starfsemi stofnunarinnar gekk mjög vel á árinu 2018 og skilaði góðum afgangi.  Verkefnum Byggðastofnunar hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og starfsemi hennar hefur aukist að umfangi í samræmi við það. 

Á vef Byggðastofnunar má lesa nánar um störf ársfundar.

Ávarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra frá ársfundinum má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir