Árshátíð austan Vatna
Árshátíð Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi verður haldin í félagsheimilinu Höfðaborg annað kvöld, föstudagskvöldið 11. apríl og hefst kl. 20.00. Að vanda verða skemmtiatriði fjölbreytt, leikþættir og söngur.
Kaffiveitingar eru innifaldar í miðaverði og að skemmtun lokinni verður ferskur plötusnúður að sunnan sem sér um að halda uppi stemningunni til kl. 00:30.