Árshátíð Grunnskólans að Hólum- frestun
Undanfarnar vikur hafa nemendur Grunnskólans austan Vatna að Hólum staðið í ströngu við æfingar á Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, en áformað var að sýna leikritið á árshátíð skólans föstudaginn 27. Mars.
Vegna veikinda eins aðalleikarans verður að fresta sýningum fram yfir helgi. Forsýning verður mánudaginn 30. mars kl. 17:00 en árshátíðarsýningin verður þriðjudaginn 31. Mars kl. 20:00