Árskóla færð góð gjöf
feykir.is
Skagafjörður
17.08.2018
kl. 11.02

Félagar úr Lionsklúbbi Skagafjarðar ásamt Óskari Björnssyni, skólastjóra Árskóla. Mynd af heimasíðu Árskóla, arskoli.is.
Frá því segir á heimasíðu Árskóla á Sauðárkróki að skólinn hafi nýlega fengið góða heimsókn þegar nokkrir vaskir fulltrúar frá Lionsklúbbi Sauðárkróks mættu þangað og færðu skólanum að gjöf tvö fótboltaspil af bestu gerð. Spilin eru gefin í tilefni af 20 ára afmæli Árskóla og eru þau sterkbyggð og hentug fyrir skóla og frístundastarf. Ekki er vafi á að fótboltaspilin muni nýtast nemendum Árskóla vel og vera skemmtilegur valkostur í frímínútum segir á vef Árskóla þar sem Lionsmönnum er þökkuð höfðingleg gjöf.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.