Ársþingi LH haldið áfram um helgina

Laugardaginn 8. nóvember n.k. verður þingfundi 59. landsþings Landssambands hestamannafélaga fram haldið í Reykjavík. Kjörin verður ný stjórn og varastjórn sambandsins. Skemmst er að minnast að þinginu, sem fram fór á Selfossi um miðjan október, var slitið eftir að Haraldur Þórarinsson ákvað að segja af sér og öll stjórnin fylgdi í kjölfarið.

Miklar sviptingar höfðu verið á þinginu, vegna tilkynningar sem barst skömmu áður um að landsmót hestamanna árið 2016 yrði líklega ekki haldið á Vindheimamelum. Í maí sl. var skrifað undir viljayfirlýsingu við félagið Gullhyl, sem rekur mótssvæðið að Vindheimamelum, Akrahrepp og Sveitarfélagið Skagafjörð. Þrátt fyrir það stóð til að færa mótið á höfuðborgarsvæðið, m.a. með þeim rökum að veður hefði sett strik í reikninginn á undanförnum landsmótum.

Samkvæmt frétt á vefnum isibless.is í gær eru eftirfarandi í framboði til stjórnar:

Formaður: Þrjú framboð hafa borist til formennsku samtakanna.

Kristinn Hugason, Spretti

Stefán G. Ármannsson, Dreyra

Lárus Ástmar Hannesson, Snæfellingi

Aðalstjórn : Í aðalstjórn hafa borist 12 framboð.

Hrönn Kjartansdóttir, Herði

Andrea Þorvaldsdóttir, Létti

Sigurður Ævarsson, Sörla

Þorvarður Helgason, Fáki

Jóna Dís Bragadóttir, Herði

Ólafur Þórisson, Geysi

Eyþór Gíslason, Glað

Stella Björg Kristinsdóttir, Spretti

Haukur Baldvinsson, Sleipni

Sigurður Ágústsson, Neista

Gunnar Dungal, Stíganda

Steingrímur Viktorsson, Ljúf

Varastjórn: Í Varastjórn hafa borist 6 framboð.

Erling Sigurðsson, Spretti

Petra Kristín Kristinsdóttir, Sindra

Rúnar Þór Guðbrandsson, Herði

Magnús Andrésson, Stíganda

Helga B. Helgadóttir, Fáki

Valgeir Jónsson, Sleipni

Fleiri fréttir