Ásbjörn nýr oddviti Sjálfstæðismanna
Ásbjörn Óttarsson í Snæfellsbæ er nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Norðvestur kjördæmi en hann náði fyrsta sætinu á síðustu metrum talningar atkvæða. Í öðru sæti hafnaði Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður í Bolungarvík.
Í þriðja sæti varð Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir á Tálknafirði. Birna Lárusdóttir á Ísafirði varð í fjórða sæti.
Bergþór Ólason á Akranesi í fimmta og Sigurður Örn Ágústsson frá Geitaskarði í sjötta sæti. Kosningin er bindandi í sex efstu sætin.
Kjörsókn var með mesta móti á landsvísu. Á kjörskrá voru 3930. Atkvæði greiddu 2913 eða 74,13 prósent. Auðir og ógildir seðlar voru 221 og gild atkvæði því 2692.