Áskorun til Willum Þórs Þórssonar
Flokksþing Framsóknarflokksins fer fram í febrúar 2026 og þá mun draga til tíðinda. Formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem hefur gegnt embætti formanns síðan haustið 2016, hefur fyrir nokkru tilkynnt þá ákvörðun sína að hætta sem formaður og rætt hefur verið um að líklegir kanditatar í formanninn séu Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson. Framsóknarfélag Skagafjarðar hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem skorað er á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embættið.
Lesa má áskorunina hér að neðan:
„Áskorun til Willums Þórs Þórssonar.
Stjórn Framsóknarfélags Skagafjarðar skorar á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér til embættis formanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi í febrúar 2026. Stjórn félagins er sammála um að Willum Þór er reynslumikill stjórnmálamaður sem nýtur trausts og virðingar um land allt, hefur sterka sýn og er gæddur ríkri réttlætiskennd. Stjórnin telur hann vel til þess fallinn að leiða Framsóknarmenn til nýrrar sóknar og koma hugsjónum þeirra og áherslum í framkvæmd.“
