Ásta Björg Pálmadóttir nýr sveitarstjóri í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
24.08.2010
kl. 11.12
Ákveðið hefur verið að ráða Ástu Björgu Pálmadóttur, núverandi útibússtjóra Landsbanka Íslands á Sauðárkróki, sem sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Miðað er við að hún hefji störf um miðjan september.
Áður hafði starfið verið auglýst en ekki náðst sátt um neinn umsækjenda og var Ásta því ráðin í starfið.
Ásta er gift Þór Jónssyni og eiga þau þrjú börn. Svölu 24 ára, Helgu 15 ára og Pálma 12 ára.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.