Atlantic Leather mun starfa áfram á Sauðárkróki

Búið er að tryggja áframhaldandi starfssemi Atlantic Leather á Sauðárkróki en nýtt félag hefur keypt hluta þrotabúsins. Einungis verða fiskroð sútuð í hinu nýja fyrirtæki og mun þá gærusútun á Sauðárkróki og jafnvel landinu öllu heyra sögunni til. Gestastofa sútarans, sem hefur verið aðdráttarafl ferðamanna um árabil, verður flutt annað.

Hlynur Ársælsson, stjórnarformaður nýja fyrirtækisins, segir í viðtali við Mbl.is að lögð hafi verið áhersla á að vera með starfsemina áfram á Sauðárkróki þar sem þekkingin og reynslan kemur og vinnsla þróuð og því við hæfi að hún sé þar áfram.

Hallveig Guðnadóttir, eiginkona Hlyns, verður framkvæmdastjóri hins nýja Atlantic Leather en þau hjón eiga fyrirtækið ásamt erlendum fjárfesti.

Samkvæmt Mbl.is er reiknað með því að um sex starfsmenn verði við framleiðsluna á Sauðárkróki, en fjórtán unnu hjá fyrirtækinu þegar það fór í þrot í október.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir