Átt þú forsíðumyndina fyrir Jólablað Feykis?
Feykir hefur efnt til myndasamkeppni fyrir forsíðu Jólablaðs Feykis sem kemur út 27. nóvember nk. en blaðinu er dreift frítt í öll hús á Norðurlandi vestra. Myndaval er frjálst en þó í anda jólanna, frestur til að skila inn myndum er til 16. nóvember.
Forsíða Jólablaðs Feykis 2013.
Jafnan ríkir mikil eftirvænting fyrir útkomu blaðsins og fyrir mörgum markar það upphaf aðventunnar. Hefð er fyrir því að forsíðu blaðsins prýði falleg mynd og leitum við því til þín að senda inn mynd í samkeppni um forsíðuna.
Vegleg verðlaun eru í boði en sá sem á vinningsmyndina hreppir glæsilega Canon EOS 1200D myndavél með 18-55mm IS linsu frá Tengli.
Myndir berist á netfangið feykir@feykir.is en hafa ber í huga að lögun myndarinnar þarf að vera í svokölluðu „portrait“ og að haus Feykis þarf að komast fyrir efst.
Feykir áskilur sér rétt til að birta nokkrar myndir sem berast.