Átta fíkniefnamál á Norðurlandi vestra

Átta fíkniefnamál hafa komið til kasta lögreglunnar á Norðurlandi vestra það sem af er september. Á Facebooksíðu embættisins kemur fram að aukin áhersla hefur verið lögð á fíkniefnamál og hefur lögreglan m.a. nýtt sér aðstoð fíkniefnaleitarhunda.

Sum málanna tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna og má það m.a. þakka auknu umferðareftirliti í umdæminu. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir