Atvinnulífssýningin sett klukkan 12

Gestir eru nú teknir að flykkjast í íþróttahúsið á Sauðárkróki þar sem atvinnulífssýningin Skagafjörður - heimili norðursins opnaði klukkan 10 í morgun. Formleg setning sýningarinnar verður klukkan 12:00 þar sem flutt verða ávörp sveitarstjóra og mennta- og menningarmálaráðherra, undirritaðar viljayfirlýsingar um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki og nýsköpunar- og frumkvöðlasamkeppninnar Ræsing Skagafjörður, Karlakórinn Heimir syngur nokkur lög, og að lokum fara fram sýningar á íslenskum þjóðbúningum frá ýmsum tímaskeiðum og annarri íslenskri fatahönnun.

Á sýningunni eru 60 básar þar sem fyrirtæki og stofnanir í Skagafirði sýna það sem þau hafa fram að færa. Sýningin er opin í dag klukkan 10-17 og á morgun klukkan 10-16.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir