Atvinnuráðgjafar unnu að 129 verkefnum á árinu 2010
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.02.2011
kl. 07.52
Atvinnuráðgjafar hjá SSNV unnu á árinu 2010 að 129 verkefnum og var meðal vinnustundafjöldi á verkefni um 21 klukkustund.
Þetta kom fram á síðasta fundi stjórnar SSNV sem að þessu sinni var haldinn á Kaffi Krók en á fundinum fór Katrín María Andrésdóttir atvinnuráðgjafi yfir helstu þætti í starfsemi SSNV atvinnuþróunar á árinu 2010.
