Atvinnuráðgjafi hjá SSNV með með nýsköpun sem sérsvið

Kolfinna Kristínardóttir nýr atvinnuráðgjafi hjá SSNV. Aðsend mynd.
Kolfinna Kristínardóttir nýr atvinnuráðgjafi hjá SSNV. Aðsend mynd.

Kolfinna Kristínardóttir hefur verið ráðin til SSNV sem atvinnuráðgjafi með áherslu á nýsköpun. Kolfinna hefur MA próf í hagnýtri menningarmiðlun og Bs próf í ferðamálafræði. Í tilkynningu frá SSNV kemur fram að Kolfinna hafi sett upp Matarhátíð í Skagafirði í tengslum við meistaraverkefni sitt þar sem áhersla var lögð á nýsköpun í matarmenningu og kynningu á skagfirsku hráefni og framleiðslu.

„Kolfinna hefur stjórnenda- og rekstrarreynslu úr störfum sínum hjá Wow Air auk þess sem hún hefur sinnt stjórnunarstörfum í ferðaþjónustu. Meginstarfsstöð Kolfinnu verður á Sauðárkróki en hún mun líkt og aðrir ráðgjafar samtakanna vinna með aðilum á Norðurlandi vestra öllu.

Með ráðningu atvinnuráðgjafa með nýsköpun með sérsvið er verið að auka áherslu á þennan mikilvæga þátt til aukinnar verðmætasköpunar í landshlutanum. Er það í takt við áherslur í Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2020-2024. Í áætluninni er meðal annars lögð áhersla á fullvinnslu afurða sem framleiddar eru á svæðinu, fjölgun vaxtarbrodda sem og styrkingu grunnstoða í atvinnulífinu, svo sem í ferðaþjónustu, landbúnaði og sjávarútvegi,“ segir í tilkynningu SSNV.

Kolfinna hefur störf þann 1. september 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir