Auglýsa skipulagslýsingu fyrir Byggðasafn Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 45. fundi sínum þann 21. janúar sl. að auglýsa skipulagslýsingu fyrir „Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ" og er þetta skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á vef Skagafjarðar kemur fram að verið sé að setja fram skipulagslýsingu vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ. Lýsingin gerir grein fyrir fyrirhugaðri vinnu við gerð deiliskipulagsins og í henni koma fram áherslur Byggðasafns Skagfirðinga, Glaumbæjarkirkju og Þjóðminjasafns Íslands. Í lýsingunni eru einnig upplýsingar um forsendur og fyrirhugað skipulagsferli samkvæmt fyrrnefndum skipulagslögum.
Helsta markmið deiliskipulagsins er að bæta aðgengi og móttöku ferðamanna og gesta sem sækja heim Byggðasafn Skagfirðinga og Glaumbæjarkirkju. Skipulaginu er ætlað að skapa ramma um jákvæða og skynsamlega uppbyggingu til lengri tíma. Lögð verður áhersla á að mannvirki hafi samræmda heildarásýnd sem falli vel að sérkennum umhverfisins og núverandi byggðar.
Skipulagslýsingin er auglýst frá 28. janúar til og með 26. febrúar 2026.
Hægt er að skoða hana í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is/ undir málsnúmeri 1641/2025. Skipulagslýsingin mun jafnframt liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma. Einnig er hægt að nálgast gögnin á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is.
Með kynningu skipulagslýsingar er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að senda inn rafrænar ábendingar og ábendingar sem snúa að málefnum deiliskipulagsins og komandi skipulagsvinnu í gegnum vef Skipulagsgáttar á www.skipulagsgatt.is/ mál 1641/2025 í síðasta lagi 26. febrúar 2026. Einnig er hægt að skila inn skriflegum umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is
