Auglýst eftir vitnum

Ljótt að sjá. Mynd: Facebooksíða Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Ljótt að sjá. Mynd: Facebooksíða Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra er sagt frá því að skemmdarverk hafi verið unnin á ljósastaurum sem standa meðfram Sauðá á Sauðárkróki en þar voru fimm staurar skemmdir. Lýsir lögreglan eftir vitnum að skemmdarverkunum og biður hvern þann er kann að hafa upplýsingar um málið að hafa samband. Tekið er fram að farið verður með nöfn upplýsingaaðila sem trúnaðarmál sé þess óskað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir