Aukasýning á Pétri Pan
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
31.10.2008
kl. 07.59
Leikfélag Sauðárkróks er að ljúka sýningum á Pétri Pan nú um helgina. Þrjár sýningar eru eftir, ein í kvöld kl. 19.00 og tvær síðastu á morgun laugardag kl. 14.00 og aukasýning og jafnframt sú síðasta kl. 16.30.
Sýningarnar hafa verið vel sóttar enda um mjög skemmtilegt leikrit að ræða og hæfir öllum í fjölskyldunni.
Leikfélagið vill minna fólk á afsláttarmiðana frá Árskóla, hópafsláttinn (fyrir 10 eða fleiri) og boðsmiða þeirra sem tóku þátt í sýningunni.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér