Aurskriða féll í Varmahlíð

Aurskriðan tók með sér hluta úr götunni á Norðurbrún. Mynd: SMH
Aurskriðan tók með sér hluta úr götunni á Norðurbrún. Mynd: SMH

Um fjögur leytið í dag féll stór aurskriða úr hlíðinni fyrir ofan Laugaveg í Varmahlíð á milli tveggja húsa og á þau, Laugaveg 15 og 17.

Að sögn Péturs Björnssonar, lögregluþjóns á Sauðárkróki, slasaðist enginn en svæðið er flokkað sem hættusvæði og búið er að loka götunni fyrir ofan Laugaveg, Norðurbrún og götunni fyrir neðan. Búið er að rýma öll hús frá Laugavegi 13 og til norðurs og í samsvarandi húsum á Norðurbrún.

/SMH

                                                                                                                                                                               Myndina hér til hliðar tók Erna Geirsdóttir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir