Axel Kára leikur heima í janúar

 Axel Kárason fyrrverandi leikmaður Tindastóls og Skallagríms, mun leika með sínu gamla liði Tindastóli í Iceland-Express deildinni í janúar er hann kemur heim í frí frá dýralæknanámi í Ungverjalandi. Kemur þetta fram á vefmiðlinum karfan.is.

 

Alls mun Axel geta leikið fjóra leiki með liðinu og að sögn hlakkar hann mikið til að leika með sínu gamla félagi, enda hvergi betra að vera en í Skagafirði að hans sögn.

 

Friðrik Hreinsson mun flytjast norður um áramót og leika með Tindastóli og því mun liðið styrkjast töluvert yfir áramótin.

 

Sjá nánar á www.karfan.is

Fleiri fréttir