Bæjarstjórinn í reykköfun
Arnar Þ. Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi tók þátt í æfingu með slökkviliði Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu í síðustu viku en hann var að kynna sér stöf slökkviliðsins. Á æfingunni setti slökkviliðsstjóri hann í hlutverk slökkviliðsmanns.
Á æfingunni var farið í heita reykköfun í yfirtendrunargámnum sem slökkviliðið hefur til umráða í Draugagili. Nánast allir slökkviliðsmenn liðsins fóru í gáminn og fylgdust með hvernig þróun innanhúsbruna á sér stað allt frá því að eldur kviknar og þar til yfirtendrun á sér stað.
Farið var vel yfir alla öryggisþætti reykkafara og hvað þeir þurfa að varast áður en farið er í reykköfun. Farið var yfir búnað og notkun hans og heðhödlun.
Hægt er að sjá myndir af æfingunni HÉR
/slökkvibíll.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.