Bændadagar hefjast klukkan 2 í dag

Árlegir Bændadagur í Skagfirðingabúð hefjast klukkan 2 í dag en þá munu bændur úr hérðaði mæta í verslunina, kynna vörur sínar, gefa smakk og rúsínan í pylsuendanum er að í framhaldinu getur fólk verslað Skagfirskar landbúnaðarvörur á áður óþekktum verðum. Nú í það minnsta á þessum síðustu og verstu.
Feykir.is mun verða með annan fótinn í Skagfirðingabúð næstu tvo daga enda lofa menn mikilli stemningu og fjöri. Allir frystar og borð full af kræsingum og nú þegar þetta er ritað er fólk þegar farið að fylla körfur sínar af varningi.

    

Jón Daníel ætlar að elda ofan í gesti búðarinnar.

Fleiri fréttir