Bændur boða til uppskerufagnaðar

Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna verður haldin  laugardaginn 21. nóvember n.k í Félagsheimilinu á Blönduósi. Hátíðin hefst kl:20:30 með fordrykk í boði SAH-Afurða.

 Matseðillinn er glæsilegur en boðið er upp á forrétt sem hljómar svona: Grafinn lax, reyktur lax, sjávarréttapaté, sveitapaté og Pastarami piparskinka með tilheyrandi meðlæti.                                       

Aðalréttur: Kryddaður lambavöðvi, Murg Afghani kjúklingabringa og Roast nautalund með tilheyrandi meðlæti og sósum.  Eftirréttur: Kaffi og konfekt.

Hátíðarstjórn verður í höndum Gríms Atlasonar, hljómleikahaldara og sveitastjóra Dalabyggðar. Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar sér um að fólk slíti skósólunum fram eftir nóttu.

Fleiri fréttir