Bangsi, Eydís og starfsfólk Pakkhúss fá samfélagsviðurkenningu
Samfélagsviðurkenning Húnaþings vestra 2015 voru veitt á fundi félagsmálaráðs miðvikudaginn 18. febrúar sl. Viðurkenningu hlutu að þessu sinni Björn Þór Sigurðsson (Bangsi), Eydís Ósk Indriðadóttir og starfsfólk Pakkhúss KVH.
Á vef Húnaþings vestra segir að margar tilnefningar hafi borist en það var fjölskyldusvið sveitarfélagsins sem óskaði eftir tilnefningum þeirra sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum fyrirmynd. Þá segir ennfremur að valið hafi reynst erfitt.
Björn Sigurðsson sem flestir í Húnaþingi vestra þekkja undir nafninu Bangsi varð áttræður daginn sem hann tók við samfélagsviðurkenningunni. Ljósm./Hunathing.is
Starfsfólk Pakkhúss KVH með samfélagsviðurkenningu Húnaþings vestra 2015. Ljósm./Hunathing.is
Indriði Karlsson tók við viðurkenningu fyrir hönd dóttur sinnar Eydísar Óskar. Ljósm./Hunathing.is.