Basar á Sjúkrahúsinu
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
10.11.2008
kl. 13.12
Næskomandi föstudag verður haldinn basar í dagstofu sjúkrahússins á Hvammstanga. Það eru vistmenn Heilbrigðisstofnunarinnar sem hafa unnið munina sem verða til sýnis og sölu.
Vert er að benda á að á göngum sjúkrahússins er sýning á málverkum eftir Sigurð Gíslason fyrrverandi gjaldkera KVH og stendur hún yfir út nóvembermánuð.