BÍ sigraði Tindastól/Hvöt senda liðinu tóninn á síðu sinni

BB segir frá því að BÍ/Bolungarvík sigraði sameinað lið Tindastól/Hvatar á Akranesi á laugardag. „Þetta var góður sigur þó spilið hafi verulega höktað. Eftir að við komumst mjög snemma yfir í leiknum, eftir að hafa stjórnað honum, þá var eins og menn hafi slappað af og haldið að hlutirnir gerðust að sjálfu sér,“ segir í umfjöllun um leikinn á vef BÍ-Bolungarvíkur.

 „Sigurinn var þó fyllilega sanngjarn og ef menn hefðu spilað eins og menn allan leikinn hefðum við unnið mun stærri sigur. Tindastóll/Hvöt voru sprækir en spurning er hvort lið þeirra er nógu gott í 2.deild.“

Á bibol.is segir að heyrst hafi að þeir séu einnig að reyna sameinast Kormáki frá Hvammstanga, Smáranum frá Varmahlíð og Neista Hofsósi. „Mun það verða fyrsta liðið sem tekur þátt á Íslandsmóti og inniheldur fjögur skástrik í nafni liðsins, Tindastóll/Hvöt/Kormákur/Smárinn/Neisti.“

Fleiri fréttir