Bíll valt og brann rétt við Blönduós
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
26.10.2010
kl. 08.25
Betur fór en á horfðist í gær en bíll valt rétt norðan við flugvöllinn á Blönduósi í gærkvöld en skömmu eftir að bíllinn valt kviknaði í honum. Þrjár ungar stúlkur voru í bílnum en þær höfðu allar komið sér út úr bílnum þegar kviknaði í honum.
Voru þær fluttar með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Blönduósi. Slökkviliðið á Blönduósi var fljótlega komið á vettvang og náði að slökkva eldinn.
Full ástæða er til þess að benda vegfarendum á að eftir einmuna blíðu í haust hefur vetur konungur nú minnt á sig og því ekki gott að fara af stað á illa búnum bílum til vetraraksturs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.