Bilun í dælubúnaði hitaveitu og skömmtunaráætlun á rafmagni

Hér má sjá hvernig rafmagn er skammtað eftir hverfum á Sauðárkróki.
Hér má sjá hvernig rafmagn er skammtað eftir hverfum á Sauðárkróki.

Enn er rafmagn skammtað á Sauðárkróki og verður svo áfram um sinn. Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra má sjá skömmtunaráætlun rafmagns frá RARIK fyrir Sauðárkrók. Heitavatnsnotendur á Langholti að Birkihlíð, Hegranesi og Hofstaðaplássi beðnir um að fara sparlega með heita vatnið.

Á Facebooksíðu Skagafjarðarveitna kemur fram að bilun er í dælubúnaði og eru heitavatns-notendur á Langholti að Birkihlíð, Hegranesi og Hofstaðaplássi beðnir um að fara sparlega með heita vatnið.

Lögreglan vill minna fólk á að fara sparlega með rafmagn, t.d. jólaljós og annað sem má bíða betri tíma. „Höldum okkur heima enn um sinn,“ segir á Facebooksíðu hennar.

Hér að neðan er uppfærð staða dreifikerfis á Norðurlandi vestra frá kl. 17:30 í dag.

Sauðárkrókur:
Bilun hefur verið á línunni til Sauðárkróks og skammtað í bænum frá því í gær. Keyrðar eru tvær varavélar, en virkjunin sem staðsett er þar er biluð, þannig að varaaflið annar ekki nema hluta af bænum. Ekki hefur fundist bilun á línunni, en þegar hún finnst er vonast til að viðgerð gangi fljótt fyrir sig.

Langidalur og Svínadalur:
Rafmagnslaust í nótt og fram eftir degi. Eru komnir með rafmagn núna að hluta.

V-Húnavatnssýsla:
Hefur verið rafmagnslaus frá því um miðjan dag í gær vegna bilunar í aðveitustöð í Hrútatungu. Reynt hefur verið að hreinsa seltu af spennuvirkinu í allan dag, en gengur illa vegna þess að erfitt er af fá vatn og tæki til að skola, en aðstæður eru mjög erfiðar. Verið er að reyna að tengja Hvammstanga eftir 19 kV kerfi frá Laxárvatni, en það hefur ekki tekist enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir