Bílvelta á Þverárfjalli
Þrjár stúlkur sluppu ómeiddar þegar bíll þeirra valt á Þverárfjallsvegi í dag. Bíllinn valt þrjár til fjórar veltur, út fyrir veg, og stöðvaðist á hjólunum á gilbarmi. Mikil mildi þykir að ekki fór verr en stúlkurnar sluppu með eymsli og mar.
Stúlkurnar þrjár og fjölskyldur þeirra vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra sem komu að og aðstoðuðu á vettvangi. Einnig vil þær og þakka sjúkraflutningamönnunum sem komu á vettvang og öðrum sem að komu.
