Bílvelta í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
14.11.2018
kl. 13.13
Bíll fór út af veginum í Skagafirði, skammt frá bænum Réttarholti í Blönduhlíð, laust upp úr klukkan átta í gærkvöldi,. Fjórir voru í bílnum og sluppu allir án teljandi meiðsla.
Talsverð hálka var á veginum þegar atvikið átti sér stað og hafnaði bifreiðin á hliðinni úti í skurði. Lögregla og sjúkrabifreiðar mættu á staðinn og voru allir þeir sem í bílnum voru fluttir til Akureyrar til nánari skoðunar. Bifreiðin er talin ónýt eftir veltuna.
Allir sem í bílnum voru höfðu bílbeltin spennt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.