Binni Rögnvalds með nýja rafplötu
Á haustmánuðum fékk Brynjar Páll Rögnvaldsson á Sauðárkróki styrk frá Menningarsjóði KS til útgáfu á plötu með frumsömdum lögum og textum. Hann þáði styrkinn með þökkum og fór strax í það að vinna plötuna sem nú er komin út og nefnist Leiðarvísir að lífshamingju. Binni, eins og hann er kallaður, notaði styrkinn meðal annars til kaupa á upptökugræjum og til rafræns útgefanda sem sér til þess að tónlist hans komist til skila á allar helstu streymisveitur á netinu, Sporify, Google Play, Itunes , Tidal og á fleiri staði.
„Ég vann plötuna, í fyrsta skipti á mínum ferli, alveg aleinn og sá um allan hljóðfæraleik og söng, auk þess að ég tók upp og hljóðblandaði plötuna, sem inniheldur átta lög og texta eftir mig. Platan er aðgengileg á öllum helstu streymisveitum á netinu og hægt er að flétta mér upp á þeim til að hlusta á hana, en einnig er að finna plötuna „A little trip“ sem ég gaf út árið 2011 sem innihélt sex lög eftir mig. Sú plata kom út einnig á föstu formi (CD) en nýja platan verður einungis rafræn sem og aðrar plötur í framtíðinni frá mér,“ segir Binni en HÉR er hægt að nálgast plötuna á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.