Bíósýningar næstu daga

Eins og flestir vita þá er Sæluvika Skagfirðinga í fullum gangi og mjög margir viðburðir búnir að vera á dagskrá sl. daga. En nú eru aðeins nokkrir dagar eftir og ennþá margt sem hægt er að gera og sjá. Auglýsing fyrir Bíósýningar vikunnar rataði ekki í Sjónhornið og viljum við vekja athygli á því að það eru tvær bíósýningar núna á næstu dögum, barnamyndin SNEAKS: Strigaskór í stórborginni verður sýnd sunnudaginn 4. maí kl. 15:00 (m. ísl.tali) og svo er það myndin SINNERS sem verður sýnd mánudaginn 5. maí kl. 20:00 og er hún bönnuð innan 16 ára. Þeir sem vilja panta miða á myndirnar er bent á að senda skilaboð á Facebook-síðu Króksbíós eða hringja í síma 855-5216, tveimur tímum fyrir sýningu. 

Það eru fleiri sýningar í boði á næstunni en fimmtudaginn 8. maí verður myndin THUNDERBOLTS sýnd kl. 20:00 - bönnnuð innan 12 ára. Sunnudaginn 11. maí verður barnamyndin MINDCRAFT sýnd bæði kl. 13:00 og 16:00. Kl. 13:00 verður hún sýnd með íslensku tali en kl. 16:00 verður hún sýnd með ensku tali. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir