Birgir Rafnsson ráðinn útibússtjóri

Í gær var gengið frá ráðningu Birgis Rafnssonar sem útibússtjóra Landsbankans á Sauðárkróki í stað Ástu Pálmadóttur sem nýverið settist í stól sveitarstjóra svf. Skagfjarðar.

Birgir var valinn úr hópi tuttugu og tveggja umsækjenda en hann hefur mikla reynslu af bankastarfsemi þar sem hann hóf störf í gamla Búnaðarbankanum nú síðast Arionbanka og starfaði þar í 25 ár.

Í samtali við Feyki sagðist Birgir vera spenntur að takast á við skemmtilegt verkefni og hlakka til að vinna með góðu starfsfólki Landsbankans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir