Bjargaði mæðgum frá drukknun
Skagfirðingurinn Vilhjálmur Egilsson, rektor við Háskólann á Bifröst komst í fjölmiðlana í gærkvöldi eftir að hafa sýnt mikið hugrekki þegar hann bjargaði mæðgum frá drukknun úti í Tyrklandi þar sem hann er nú staddur í fríi. Eiginkona Vilhjálms, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir skrifaði um atburðinn á facebook síðu sinni og sagan rataði í kjölfarið í fjölmiðlana.
Stöðuuppfærslan birtist á vef pressunnar í gærkvöldi, en þar kemur fram að Vilhjálmur og Ragnhildur hafi verið að ganga meðfram höfninni í Izmir þegar að lítil telpa féll í sjóinn og móðir hennar henti sér á eftir henni en báðar voru þær ósyndar. Vilhjálmur hafi þá kastað sér í sjóinn í öllum fötunum til að bjarga þeim og það tekist og allir sloppið ómeiddir.
Stöðuuppfærsluna má sjá hér.