Bjarki Már þjálfar stelpurnar áfram
Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið Bjarka Má Árnason sem þjáfara m.fl. kvenna næstu tvö árin. Bjarki þjálfaði liðið einnig á síðasta tímabili og þekkir því vel til liðsins og allra leikmanna.
Óhætt er að segja að miklar framfarir hafi orðið hjá stelpunum í Tindastóli síðustu ár enda meiri metnaður lagður í þeirra starf en áður tíðkaðist. Er það spá margra að með sama áframhaldi gætu þær náð að spila sig upp í efstu deild innan skamms tíma þegar reynsla og aldur segir til en liðið hefur á að skipa mjög ungum leikmönnum.