Bjart yfir Norðurlandi vestra í dag
Hæg breytileg átt eða hafgola er á Ströndum og Norðurlandi vestra og bjartviðri. Hiti 7 til 13 stig, en svalara í nótt. Á morgun verður hæg vestlæg eða breytileg átt á landinu og víða bjart veður. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum V-lands og dálítil væta þar með kvöldinu, en annars bjartviðri að mestu. Hiti 9 til 14 stig að deginum.
Á sunnudag:
Suðvestan 5-10 m/s. Rigning með köflum, en yfirleitt þurrt og bjart suðaustan- og austanlands. Hiti breytist lítið.
Á mánudag og þriðjudag:
Suðvestan 5-10 m/s og skúrir um landið vestanvert, en heldur hægari og bjart fyrir austan. Hiti 10 til 17 stig.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Milt í veðri.