Bjartviðri á Norðurlandi vestra í dag

Fremur hæg breytileg átt og bjartviðri er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Síðdegis verður norðaustan 3-10 m/s og skýjað vestantil. Hæg austlæg átt á morgun og lengst af bjart veður. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast í innsveitum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Austan 3-8 m/s, en 8-13 með S-ströndinni. Lítilsháttar væta af og til S- og A-lands, en bjartviðri á N- og V-landi. Hiti frá 10 stigum austast, upp í 19 stig í innsveitum N-lands.

Á laugardag:

Hæg suðaustlæg eða breytileg átt. Smáskúrir á víð og dreif, en þurrt á NA-landi. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:

Suðaustan og austan 13-20 m/s og rigning, talsverð úrkoma um landið S-vert. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á mánudag:

Snýst í ákveðna norðlæga átt. Víða rigning, en styttir upp SV- og S-lands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast syðst.

Á þriðjudag:

Minnkandi norðanátt með vætu N-til, en þurrt syðra. Hiti frá 6 stgium nyrst, upp í 15 stig syðst.

Fleiri fréttir