Björgunarsveitin aðstoðar við uppsetningu senda

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fór um helgina í Geitaberg í Hegranesi og aðstoðaði við uppsetningu á örbylgjuloftneti fyrir Gagnaveitu Skagafjarðar. 
 
Er ætlunin að loftnetið sjái sveitabæjum handan vatna fyrir þráðlausu netsambandi. Var þarna um að ræða framhald verkefnis sem unnið var í byrjun þessa árs þegar bráðabirgðasendar voru settir upp á sama stað. 
Björgunarsveitin Skagfirðingasveit er í mikilli fjáröflun þessa dagana en sveitin þarf að endurnýja snjósleða sýna nú í haust til þess að komast hjá gríðarlegum hækkunum og verðfalli á gömlu sleðunum. 

 

Fleiri fréttir