Bjórhátíðin heppnaðist með ágætum

Það var margt um manninn sl. helgi á Bjórhátíðinni. Myndir aðsendar
Það var margt um manninn sl. helgi á Bjórhátíðinni. Myndir aðsendar

Bjórhátíðin á Hólum 2024 var sú tólfta í röðinni og heppnaðist hún með ágætum. Þó nokkur hópur fólks lagði leið sína til Hóla í Hjaltadal til að taka þátt í hátíðinni og kynna sér innlenda bjórframleiðslu.

Að þessu sinni voru þrettán brugghús með kynningarbása og var gerður góður rómur af gæðum framleiðslunnar og fjölbreytileika. Gestir gátu auk þess gætt sér á götumat sem heimamenn reiddu fram og tekið þátt í kútaralli í Biskupsgarðinum. Að venju gátu gestir kosið besta bjór hátíðarinnar, Þar lenti Sævald frá brugghúsinu The Brothers brewery í Vestmannaeyjum í þriðja sæti, Gullregn frá Borg brugghúsi í öðru sæti og besti bjór hátíðarinnar var kosinn Rjómabolla frá Malbygg brugghúsi. Sýnendur lögðu mikinn metnað í að koma vöru sinni á framfæri og vann Litla Brugghúsið í Garði verðlaun fyrir besta sýningarbásinn.

Bjarni K. Kristjánsson, prófessor

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir