Björninn verði verndari skíðasvæðisins

Viggó Jónsson fann þriðja ísbjörninn

Viggó Jónsson, staðarhaldari Skíðasvæðis Tindastóls, telur eðlilegt að þar sem það lítur út fyrir að feldur þriðja ísbjarnarins sé svo til óskemmdur verð hann stoppaður upp og færður skíðasvæðinu til varðveislu.

-1. ísbjörninn er í Náttúrustofu Norðurlands vestra, sá 2. er á Hafíssetrinu á Blönduósi og því þykir mér ekki óeðlilegt að sá 3. verði geymdur í síðaskála Tindastóls sem sérstakur verndari skíðasvæðisins. Þá mánuði sem hann hefur legið hér grafinn hefur skíðasvæðið verið rekin með miklum myndarskap. Alltaf nægur snjór og aðsókn góð. Eigum við ekki bara að segja að það sé ísbirninum að þakka, segir Viggó.

Fleiri fréttir