Blanda með 62 laxa

Vel er látið af veiði í húnvetnsku laxveiðiánum nú í byrjun veiðisumarsins. Mest hefur veiðst í Blöndu sem opnaði 5. júní og höfðu 62 laxar komið þar á land á miðvikudagskvöld þegar listi Landssambands veiðifélaga var uppfærður. Í Miðfjarðará hafa veiðst 42 laxar frá því á mánudag í síðustu viku. Laxá á Ásum opnaði degi síðar og hafa veiðst 17 laxar í henni.

Víðidalsá og Vatnsdalsá opnuðu á laugardag og hafa 29 laxar skilað sér úr Víðidalsá og 15 úr Vatnsdalsá. Þá er búið að opna Hrútafjarðará og hafa sjö laxar veiðst þar, þar af einn 96 sentimetra stórlax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir