Blikar á útivelli í bikarnum og Upparnir fara til Grindavíkur

Búið er að draga í 32-liða úrslit og forkeppni bikarkeppni KKÍ, sem nú heitir Powerade-bikarinn. Að þessu sinni eru það tvö lið frá Tindastóli sem taka þátt. A-lið Tindastóls, sem er sama liðið og tekur þátt í Iceland Express deildinni, dróst gegn Breiðabliki á útivelli en Blikarnir leika í 1. deildinni. B-liðið, sem að mestu er skipað liðsmönnum körfuboltahópsins Uppanna, dróst gegn Grindavík B á útivelli í forkeppni 32-liða úrslitanna og ef þeir vinna þann leik, mæta þeir KFÍ á Ísafirði.

32-liða úrslitin fara fram 5. - 8. nóvember n.k. 

Forkeppni: 2.deildar lið og B-lið - Leikdagar: 23. okt.-2. nóv.
6 viðureignir
Álftanes - Víkingur Ólafsvík
Grindavík b - Tindastóll b
Valur b - KR b
Patrekur - Fram
Fjölnir b - Njarðvík b
ÍBV - Stál-úlfur

32-liða úrslit Poweradebikarsins - Leikdagar: 5.-8. nóv.
Grindavík b/Tindastóll b - KFÍ
Höttur - KR
Þór Ak. - Grindavík
ÍBV/Stál-úlfur - Haukar
Hekla - Ármann
Valur b/KR b - Fjölnir
ÍG - Skallagrímur
Stjarnan - Njarðvík
Laugdælir - Leiknir
Stjarnan b - Fjölnir b/Njarðvík b
Patrekur/Fram - Keflavík
Þór Þ. - FSu
Álftanes/Víkingur Ó. - Snæfell
Reynir S - Hamar
Breiðablik - Tindastóll
Valur - ÍR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir