Blóðbankabíllinn á Blönduósi

Blóðbankabíllinn er nú á ferð á Norðurlandi og verður hann opinn fyrir blóðsöfnun á N1 planinu á Blönduósi í dag, miðvikudaginn 2. október frá klukkan 14-17. Blóðbankabíllinn er mikilvægur þáttur í starfsemi Blóðbankans en til þess að anna eftirspurn eftir blóði þarf u.þ.b. 2000 nýja blóðgjafa á hverju ári til viðbótar við þann hóp sem fyrir er.
 

Allir eru velkomnir í Blóðbankabílinn, nýir sem virkir blóðgjafar á aldrinum 18-65 ára.

Hægt er að kynna sér starfsemi Blóðbankans nánar hér. Hann er einnig á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir