Blóðbankabíllinn á Króknum
Blóðbankabíllinn verður á ferðinni á Sauðárkróki í dag og á morgun eru öll gæðablóð Skagafjarðar hvött til að taka sér tíma og leggja sitt af mörkum til að tryggja blóðbyrgðir landsins.
„Nú ber vel, því væntanlegur er fríður hópur frá Blóðbankanum að safna blóði. Hugsum því fyrir komandi sumar og tryggjum að blóðbyrgðir landsins séu í lægi og fyllum bankann að Skagfirsku gæða blóði,“ segir í fréttatilkynningu.
Blóðbankabíllinn verður á Sauðárkróki við Skagfirðingabúð á eftirfarandi tímum:
Mánudaginn 14. maí kl.12:00-17:00
Þriðjudaginn 15. maí kl.09:00-11:30