Blóðbankabíllinn verður á Króknum nk. þriðjudag

Nú er Blóðbankabíllinn á ferðinni og ætlar að stoppa á Króknum þriðjudaginn 13. maí milli kl. 11-17 í þeim tilgangi að safna blóði. Ávallt skortir blóð fyrir sjúklinga og slasaða og á Facebooksíðu Blóðbankans kemur fram að skortur sé á blóði í öllum blóðflokkum þá sérstaklega O+, O-, A+ og A-. Því er mikilvægt að sem flestir gefi blóð. Blóðbankinn, sem þarf 70 blóðgjafa á dag, vonast til að sjá sem flesta og eru allir velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar. Bíllinn verður staðsettur við Skagfirðingabúð á Sauðárkróki. 

 

Traust og örugg blóðgjöf byggir á heilbrigðum blóðgjöfum. Gott heilsufar er því forsenda blóðgjafar og mikilvægt að kynna sér reglur sem gilda varðandi blóðgjafir. Nánari upplýsingar má finna á vef Blóðbankans.

Fleiri fréttir