Blönduóslöggan í jólaskapi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Gagnlausa Hornið
22.12.2014
kl. 11.38
Lögreglan á Blönduósi er sannarlega komin í jólaskap og hefur hefur sent frá sér sérstaka jólakveðju á YouTube. Á myndbandinu rúnta þeir Höskuldur og Siggi um Blönduósbæ í lögreglubíl og syngja lagið "Ekki um jólin" með HLH flokknum og Siggu Beinteins.
Þeir félagar eru augljóslega komnir í mikið jólaskap og vonandi allir íbúar á Norðvesturlandi líka. Það er alla vega ekki hægt annað en brosa að þessu glaðlega myndbandi.
http://youtu.be/TClVTrqM0nM